Hádegisfundir 2017 - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Að leysa úr samskiptavanda

Erindi eru samtök um samskipti og skólamál sem voru valin í söfnun „Á allra vörum“ sem fram fór í september 2015. Safnað var fyrir samskiptasetri sem samtökin reka í dag. Í setrinu fer fram ráðgjöf til foreldra og barna sem lent hafa í samskiptavanda, ráðgjöf til skóla, námskeið, fræðsla og ýmislegt fleira. Markmið samtakanna er að veita aðstoð í samskiptavanda barna og unglinga. Hjá Erindi starfa eingöngu fagaðilar á sviði uppeldis-, menntamála og lýðheilsu og ráðgjafar sem hafa menntun og reynslu til að veita ráðgjöf. Nýverið setti Erindi saman samning sem stendur öllum íþróttafélögum á landinu til boða þar sem þjónusta Erindis er boðin ókeypis út árið 2017. Samningurinn samanstendur af eineltisáætlun fyrir félögin, fræðslu til starfsmanna auk ráðgjafar ef upp koma samskiptamál.